Veiðireglur

Veiðistjórn Selár hefur ákveðið að gera tímabundið breytingar á veiðireglum fyrir veiðitímabilið. Stjórn vill fá betra jafnvægi í vatnakerfi árinnar. Á næstu árum er það ósk okkar að áin muni taka vel við þeim breytingum sem sem á henni verða.

Það er okkar stefna að hlúa að náttúruperlunni okkar og vonum við að stangveiðimenn Selár taki vel í þessar breytingar sem skila sér vonandi í enn skemmtilegri og gjöfulli stangveiðiá í framtíðinni. Veiðistjórn býður spennt eftir góðum árangri!

Fjöldi stanga: 4
Leyfilegt agn: Eingöngu fluguveiði á flugustöng
Kvóti: Öllum fiski sleppt(Hnúðlax drepinn)

Veiði er stranglega bönnuð í Þjóðbrókargili og hliðarám Selár!
Veiði er stranglega bönnuð ofan við efsta veiðistað árinnar nr. 19. Hvanneyrarfljót!

Veiðireglur